taka þátt

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin dagana 18.–22. júní 2025. Við hvetjum einstaklinga, félög og fyrirtæki til þess að taka þátt í þessari einstöku hátíð með því að flagga regnbogafánum og janfvel standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.


Hátíðin fagnar fjölbreytileika og eflir sýnileika LGBTQ+ samfélagsins með því að skapa opið og öruggt samfélag fyrir alla íbúa og gesti. Með viðburðum um allt Norðurland eystra gefst tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð, styðja jafnrétti og fjölbreytni og tengjast nýjum hópum.


Hvernig getur þú tekið þátt?

  • Haldið viðburð – t.d. tónlistaratriði, fræðsluviðburð eða skapandi uppákomu
  • Boðið upp á sérstaka afslætti eða tilboð í tengslum við hátíðina
  • Skreytt og lýst upp rýmið ykkar í litum hátíðarinnar
  • Stutt við hátíðina með styrkjum eða samstarfi
  • Flaggað fána hinseginleikans


Vertu hluti af jákvæðum samfélagslegum breytingum og sýndu þinn stuðning!


Ef þú eða þitt félag/fyrirtæki hafið áhuga á að leggja fram hugmynd eða halda viðburð, þá endilega sendið okkur upplýsingar á netfangið
hinseginhatid@akureyri.is þar sem kemur fram eftirfarandi:

  • Titill viðburðar
  • Lýsing á viðburði
  • Tímasetning viðburðar
  • Staðsetning viðburðar
  • Senda þarf eina mynd með til að nota í kynningu viðburðar


Saman sköpum við fjölbreytta og eftirminnilega hátíð!

forsíðumynd