Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra

Ný hátíð á Norðurlandi eystra

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin dagana 18.-22. júní 2025.

Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Hátíðin byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið í Hrísey en fyrsta Hinsegin hátíðin í Hrísey var haldin árið 2023.

Öll sveitarfélögin á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni. Sveitarfélögin vinna saman að undirbúningi hátíðarinnar, sem er hugsuð þannig að viðburðir fari fram á öllu svæðinu. Fyrsti formlegi samstarfsfundurinn var í gær.

Þau sem vilja koma hugmyndum á framfæri, geta haft samband við Elísabet Ögn verkefnastjóra atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ en hún er tengiliður undirbúningshópsins, elisabetogn(hjá)akureyri.is


Verkefnið Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. 


DEILA

Fleiri fréttir og viðburðir

16. maí 2025
Sýningarnar „Út úr Skuggunum“ og „Bakslag“
12. maí 2025
Hátíðardagskrá í Hrísey
12. maí 2025
Regnbogamessa í Hríseyjarkirkju