norðurlandi eystra
18-21. júní
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin dagana 18.–22. júní 2025. Við hvetjum einstaklinga, félög og fyrirtæki til þess að taka þátt í þessari einstöku hátíð með því að flagga regnbogafánum og janfvel standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.
Hátíðin fagnar fjölbreytileika og eflir sýnileika LGBTQ+ samfélagsins með því að skapa opið og öruggt samfélag fyrir alla íbúa og gesti. Með viðburðum um allt Norðurland eystra gefst tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð, styðja jafnrétti og fjölbreytni og tengjast nýjum hópum.
Um hátíðina
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin dagana 18.-22. júní 2025.
Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Hátíðin byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið í Hrísey en fyrsta Hinsegin hátíðin í Hrísey var haldin árið 2023.
Öll sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, ásamt samtökunum Hinsegin Norðurland og Hinsegin hátíðinni í Hrísey standa að hátíðinni. Samstarfsaðilarnir vinna saman að undirbúningi hátíðarinnar, sem er hugsuð þannig að viðburðir fari fram á öllu svæðinu.
Verkefnið Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.





